Halló gott fólk,

Stebbi bróðir fór núna áðan. Hann var hér í 4 daga og þetta var í einu orði frábært. Allir í góðum gír og þema þessa dagana var MATUR!!!! og þvílíkur matur.
Dagur 1. Lambalæri með tilheyrandi.

Dagur 2. Nauta innralæri, heilt stykki, steikt í ofni og var hreint út sagt fullkomið. (kjöthitamælir er nauðsyn) Frábær piparsósa með og kartöflubátar í ofni með helling af hvítlauk. Engar vampýrur sést hér ennþá

Dagur 3. Risahumar og krabbaklær. Þarf að segja meira... nammi nammmi nammmmmmmi!!!!

Dagur 4. Andabringur með tittiberjasósu og eplasalati. Þvílíkur matur maður. Stebbi kokkaði brgingurnar og sósuna og þetta getur ekki orðið betra. Bringurnar voru fullkomnar. Stökkar að utan og pínu rauðar við miðju. Snilld.

Stebbi eldaði flest af þessu og í öllum sósum var notað rauðvín og vel af því :)

Á daginn röltum við í miðbænum eða í Rosengaard (Kringlan hérna) og svo fórum við líka einu sinni á kaffihús í miðbænum.

Þetta var skemmtileg heimsókn og frábært að fá Stebba hingað út. Við hjónin og krakkarnir erum bara alsæl með þennan síðasta gest á árinu.

Jæja en í kveld koma áramót og virðast ætla koma um klukkutíma fyrr en í fyrra. Við ætlum að hafa opið hús fyrir aðrar fjölskyldur hér í götunni og vonumst til að flestir sjái sér fært að mæta. Kalkúnninn er á leið í ofninn og fær að malla þar næstu 5 tímana. Ef ég drattast til að klára að skrifa þetta "blogg" þá fær kalkúnninn kannski fyllingu líka, þó ekki lífsfyllingu hehe.

Börnin bíða spennt eftir kvöldinu og verður fróðlegt að sjá hvað þau endast. Held að Matthías nái ekki fram yfir miðnættið en maður veit þó ekki.

Við komum til með að ná skaupinu í gegnum Internetið og kannski fleiri þætti. Smá munur á að vera í námi erlendis núna en fyrir daga Internetsins. Heimurinn er einhvern veginn minni.


Jæja ég óska öllum gleðilegs nýs árs og bið alla um að hugsa til þeirra hörmunga sem dunið hafa síðustu daga í Asíu. Maður getur einhvern veginn ekki skilið stærðirnar í þessu. Nú síðast er tala látinna 130 þúsund, eða Reykjavík og næsta nágrenni.


bið að heilsa í bili

Arnar Thor

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Er þetta matseðillinn þegar þið fáið gesti? Ef svo er þá kem ég fljótlega á nýju ári.
Gleðilegt ár. kv. EGS

Vinsælar færslur